Hamas-samtökin krefjast þess að sjö háttsettir palestínskir leiðtogar verði í hópi þeirra gísla sem Ísraelsmenn ætla að láta lausa í fyrramálið í skiptum fyrir þá gísla sem hafa verið í haldi Hamas.
Samkvæmt heimildamanni sem hefur tengsl við samninganefndina er meðal annars um að ræða þá Marwan Barghouti, Ahmad Saadat, Ibrahim Hamed og Abbas Al-Sayyed.
Gert er ráð fyrir að 20 gíslum verði sleppt samtímis í fyrramálið, en talsmaður forsætisráðuneytis Ísraels hefur sagt að þeirra gíslar verði settir í hendur Rauða krossins.
Samkvæmt heimildamanni með tengsl við Hamas-samtökin er undirbúningi lokið af þeirra hálfu og mun öllum lifandi gíslum sem hafa verið í haldi á Gasasvæðinu verða sleppt í hendur Ísraelsmanna í fyrramálið. Þá verða líkamsleifar einhverra látinna gísla einnig afhentar.
