Landamærahliði á milli Pakistan og Afganistan var lokað í morgun eftir að hörð átök brutust út í nótt vegna ásakana talíbana um að pakistönsk stjórnvöld hefðu gert loftárásir á Afganistan.
Samband nágrannríkjanna Afganistan og Pakistan hefur verið stirt síðan talíbanar sneru aftur til valda í Kabúl árið 2021. Pakistanar saka afgönsk stjórnvöld um að skjóta skjólshúsi yfir vígamenn sem geri árásir á þá. Þessu hafa stjórnvöld í Afganistan vísað á bug.
Í gærkvöldi réðust hersveitir talíbana á pakistanska hermenn meðfram landamærunum. Stjórnvöld í Afganistan sökuðu Pakistana um að brjóta gegn fullveldi þeirra eftir að sprengingar höfðu heyrst í höfuðborginni Kabúl og í suðausturhluta landsins tveimur dögum fyrr.
