Átján lögreglumenn og tveir mótmælendur slösuðust í 5 þúsund manna mótmælum hliðhollum Palestínu í Bern, höfuðborg Sviss í gær.
Lögregla greinir frá þessu í dag.
Meira en 5 þúsund manns mótmæltu á götum úti, þar á meðal stór grímu- og svartklæddur hópur fólks, sem lenti í átökum við lögreglu og gerði sér skemmdarverk að leik.
#Bern (BE): Vermummte Chaoten lösten bei einer unbewilligten #Palästina-Demonstration erhebliche Strassenschlachten aus und gerieten in erbitterte Kämpfe mit der Polizei. pic.twitter.com/U4tdpNhU8W
— Astiag Rahmani (@astiagrahmani) October 11, 2025
„Mótmælin stigmögnuðust í óeirðir sem ollu miklu eignatjóni,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar í Bern.
„Ítrekað var ráðist á lögreglumenn með hættulegum hlutum, á borð við grjót, húsgögn, byggingartæki og flugelda.“
Brást lögregla við með því að beita kylfum, táragasi, gúmmíkúlum og vatnsbyssum.
16 karlar og tvær konur úr röðum lögreglu slösuðust, þar á meðal þurftu fjórir lögreglumenn að leita á sjúkrahús.
Tveir mótmælendur slösuðust og 536 voru teknir höndum og fjarlægðir af vettvangi.
Eignatjón var mikið; níu lögreglubílar skemmdir, brotnir gluggar víða sem og skjáir hraðbanka.
Tjónið nemur milljónum svissneskra franka að sögn lögreglu. Gengi svissnesks franka gagnvart krónu er um 156 krónur. Ein milljón franka jafngildir því um 156 milljónum króna.
Eindrücke von der zZ laufenden #Demo in Bern - mit massiver #Gewalt seitens der Demonstranten. #Gaza #Palästina #Frieden #Antifa #SchwarzerBlock #Linksextreme. pic.twitter.com/YaqC2BDvet
— Philippe Müller (@SicherheitBern) October 11, 2025
