Segir að Hamas muni ekki stjórna Gasa

Þessi mynd sem var tekin í gær sýnir glöggt eyðilegginguna …
Þessi mynd sem var tekin í gær sýnir glöggt eyðilegginguna á Gasasvæðinu. AFP

Heimildarmaður sem tengist samninganefnd Hamas-samtakanna í friðarviðræðunum við Ísrael segir að samtökin muni ekki taka þátt í stjórn Gasasvæðisins að loknu stríðinu.

„Hvað Hamas-varðar þá er stjórn Gasasvæðisins ekki í boði. Hamas munu ekki taka þátt í breytingarferlinu, sem þýðir að samtökin hafa gefið frá sér stjórnina á Gasasvæðinu, en halda áfram að vera mikilvægur hluti af Palestínu,” sagði heimildarmaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, við AFP-fréttastofuna.

Þrír dagar eru liðnir síðan friðarsamkomulag á Gasasvæðinu var undirritað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert