Talíbanar segjast hafa drepið tugi hermanna

Hermenn talíbana skammt frá landamærunum að Pakistan.
Hermenn talíbana skammt frá landamærunum að Pakistan. AFP/Sanaullah Seiam

Ríkisstjórn Afganistans segir að tugir pakistanskra hermanna og níu afganskir hermenn hafi verið drepnir í hörðum átökum meðfram landamærum ríkjanna.

Hersveitir talíbana í Afganistan réðust á pakistanska hermenn meðfram landamærunum seint í gærkvöldi.

Talíbanar sögðu að um væri að ræða „hefnd vegna loftárása sem pakistanski herinn gerði á Kabúl” á fimmtudagskvöld.

Pakistönsk stjórnvöld hafa ekki lýst yfir ábyrgð á árásunum en þau hafa ítrekað sagt að þau hafi fullan rétt á að verja sig gegn vígamönnum. Þau segja árásir þeirra vera skipulagðar í Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert