Tugir vörubíla streyma inn á Gasasvæðið

Starfsmenn Rauða krossins standa við vörubíl með hjálpargögn sem bíður …
Starfsmenn Rauða krossins standa við vörubíl með hjálpargögn sem bíður í Egyptalandi við Rafah-landamærahliðið. AFP

Tugir vörubíla með hjálpargögn fóru inn á Gasasvæðið í morgun í gegnum Rafah-landamærahliðið við Egyptaland.

Sáust þeir aka inn í borgina Khan Yunis á suðurhluta Gasa, að því er BBC greindi frá. 

AFP

Cogat, samhæfingardeild Ísraelshers sem hefur yfirumsjón með flutningi hjálpargagna inn á Gasasvæðið, greindi frá því á fimmtudaginn að 500 vörubílar hefðu farið inn á Gasasvæðið. Þar af sáu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og annarra stofnana eða samtaka um að dreifa hjálpargögnum úr 300 þeirra.

AFP

Fulltrúi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sagði BBC í gær að vörubílar biðu eftir því að komast inn á Gasasvæðið.

AFP

Sameinuðu þjóðirnar telja að þörf sé á að minnsta kosti 600 vörubílum með hjálpargögn á degi hverjum inn á svæðið til að takast á við mannúðarvandann sem þar ríkir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert