Berst fyrir tungumáli sem er í útrýmingarhættu

„Ég fæddist inn í tungumálið, ég drakk það í mig. …
„Ég fæddist inn í tungumálið, ég drakk það í mig. Sem börn töluðum við aldrei afríkönsku, við töluðum bara N|uu,“ segir Katrina Esau. AFP

Á sínu látlausa heimili í Græna Kalahari hlustaði hin 92 ára gamla Katrina Esau af athygli á tvö langafabörn sín æfa sig í hinu forna N|uu-tungumáli frumbyggjaþjóðarinnar San í Suður-Afríku.

Þegar börnin sungu af ákafa greip Esau stundum fram í til að leiðrétta framburð þeirra á sérstæðum hljóðum og djúpum smellihljóðum móðurmáls síns, en hún er síðasti mælandinn sem hefur það að móðurmáli og talar það reiprennandi.

Gestir á heimili fjölskyldunnar nálægt bökkum Óraníufljóts í Norður-Höfðahéraði lögðu einnig stoltir nokkur orð á N|uu í belg til að heiðra viðleitni ættmóðurinnar til að halda á lífi tungumáli sem vísindamenn segja að sé 25.000 ára gamalt og í útrýmingarhættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert