„Bíðum eftir öllum“

Fólk fagnar á gíslatorginu svonefnda í Tel Avív eftir að …
Fólk fagnar á gíslatorginu svonefnda í Tel Avív eftir að fréttir bárust af því að Hamas hefði þegar afhent Rauða krossinum sjö eftirlifandi gísla. AFP

Isaac Herzog, forseti Ísraels, fagnar því að Hamas-hryðjuverkasamtökin hafi sleppt sjö gíslum og segir að Ísrael bíði eftir að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi.

„Með þökk Guðs bjóðum við ástvini okkar velkomna. Við bíðum eftir öllum, hverjum einasta,“ skrifar Herzog í færslu á samfélagsmiðlinum X eftir að ísraelski herinn staðfesti að hann hafi tekið á móti sjö af þeim 20 gíslum sem eru á lífi.

Þúsundir manna söfnuðust saman á gíslatorginu svonefnda í Tel Avív eldsnemma í morgun og braust út mikill fögnuður þegar fréttir bárust um að Hamas hefði afhent fyrstu gíslana sem átti að sleppa í dag, eftir tveggja ára fangavist í Gasa.

Þúsundir manna fagna frelsi gíslanna á gíslatorginu svonefnda í Tel …
Þúsundir manna fagna frelsi gíslanna á gíslatorginu svonefnda í Tel Avív í morgun. AFP

Margir komu með myndir af gíslunum og veifuðu ísraelskum fánum með gulum borða – tákni hreyfingarinnar sem krefst frelsunar gíslanna.

Hamas hryðjuverkasamtökin tóku 251 manns í gíslingu á Gasa eftir í hrottalega árás þann 7. október 2023.

Margir þeirra hafa verið leystir úr haldi í fyrri vopnahléum, en 47 manns sem voru numdir á brott þann 7. október eru enn í Gasa. Aðeins 20 þeirra eru enn á lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka