Búið að leysa alla gíslana úr haldi

Þúsundir manna eru samankomnar á gíslatorginu svonefnda í Teal Avív …
Þúsundir manna eru samankomnar á gíslatorginu svonefnda í Teal Avív til að fagna frelsi gíslanna frá Gasa. AFP

Ísraelski herinn segir í yfirlýsingu að Rauði krossinn sé á leiðinni til Khan Younis til að taka á móti fleiri gíslum en sjö gíslar eru komnir aftur á ísraelskt yfirráðasvæði eftir að hafa verið látnir lausir snemma í morgun.

Samkvæmt samkomulagi Hamas og Ísraels hefur Hamas frest til klukkan 10 til að afhenda 13 lifandi gísla til viðbótar.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tekur á móti Donald Trump Bandaríkjanna …
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tekur á móti Donald Trump Bandaríkjanna á Ben Gurion-flugvellinum í útjaðri Lod nálægt Tel Avív í morgun. AFP

Fjölskyldur gísla sem Hamas hefur ekki enn sleppt hafa getað haft samband við þá í fyrsta skipti í meira en tvö ár eftir að Hamas leyfði þeim að hringja myndsímtal í ástvini sína.

Uppfært klukkan 8:

Ísraelskir fjölmiðlar greina frá því að annar hópur 13 gísla hafi verið afhentur Rauða krossinum í suðurhluta Gasa og sé á leiðinni aftur til Ísraels. Þar með hafa allir 20 gíslarnir sem voru á lífi verið leystir úr haldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert