Ísraelski herinn segir í yfirlýsingu að Rauði krossinn sé á leiðinni til Khan Younis til að taka á móti fleiri gíslum en sjö gíslar eru komnir aftur á ísraelskt yfirráðasvæði eftir að hafa verið látnir lausir snemma í morgun.
Samkvæmt samkomulagi Hamas og Ísraels hefur Hamas frest til klukkan 10 til að afhenda 13 lifandi gísla til viðbótar.
Fjölskyldur gísla sem Hamas hefur ekki enn sleppt hafa getað haft samband við þá í fyrsta skipti í meira en tvö ár eftir að Hamas leyfði þeim að hringja myndsímtal í ástvini sína.
Uppfært klukkan 8:
Ísraelskir fjölmiðlar greina frá því að annar hópur 13 gísla hafi verið afhentur Rauða krossinum í suðurhluta Gasa og sé á leiðinni aftur til Ísraels. Þar með hafa allir 20 gíslarnir sem voru á lífi verið leystir úr haldi.
It’s official: There are no more living Israeli hostages in Hamas captivity. pic.twitter.com/qa1Lh4vhhv
— Israel Defense Forces (@IDF) October 13, 2025
Ómar Geirsson:
Tíðindi frá Gasa.

