Í Benidorm er enn byggt upp

Ferðamenn virða fyrir sér strandlengjuna í Benidorm þar sem skýjakljúfar …
Ferðamenn virða fyrir sér strandlengjuna í Benidorm þar sem skýjakljúfar gnæfa yfir baðströndina. AFP

Þótt íbúar víða á Spáni kvarti yfir of miklum ágangi ferðamanna heldur Benidorm enn fast við þá stefnu, sem þar var mótuð á valdatíma Franciscos Francos einræðisherra á Spáni, að taka á móti eins mörgum ferðamönnum og mögulegt er.

Uppbygging ferðaþjónustunnar í Benidorm, sem byggðist á sólböðum, skýjakljúfum og pakkaferðum, breytti ímynd Spánar í útlöndum og aflaði á sama tíma nauðsynlegs erlends gjaldeyris.

„Hér eru engar bílaverksmiðjur, engar sápuverksmiður. En við höfum verksmiðju hótela, veitingahúsa og fyrirtækja sem miða að því að gera gestina okkar ánægða,“ segir Angela Barcelo, 72 ára eigandi Hotel Les Dunes, við AFP-fréttstofuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka