Útbreiðsla lyfjaþolinna ofurbaktería eykst hratt

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. AFP/Fabrice Coffrini

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varaði við því í dag að ört vaxandi fjöldi lyfjaónæmra bakteríusýkinga grafi undan virkni lífsnauðsynlegra meðferða og geta þar af leiðandi gert minni háttar áverka og algengar sýkingar banvænar.

Stofnunin segir að í einni af hverjum sex bakteríusýkingum á heimsvísu árið 2023, sem hafi verið staðfestar á rannsóknarstofum, hafi bakteríurnar reynst ónæmar gagnvart sýklalyfjameðferðum.

„Þessar niðurstöður valda áhyggjum,“ sagði Yvan J-F. Hutin, yfirmaður deildar WHO um sýklalyfjaónæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert