Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hrósar Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að koma vopnahlésamkomulagi Ísraels og Hamas í gegn.
Biden skrifar í færslu á samfélagsmiðilinn X að hann sé þakklátur og létt yfir því að þeir gíslar sem enn voru á lífi hafi verið leystir úr haldi og að almennir borgarar í Gasa hafi nú tækifæri til að endurbyggja líf sitt.
„Leiðin að þessu samkomulagi var ekki auðveld. Stjórnsýsla mín vann linnulaust að því að koma föngum heim, veita Palestínumönnum mannúðaraðstoð og binda enda á stríðið. Ég hrósa forseta Trump og teymi hans fyrir þeirra starf við að koma þessu endurnýjaða vopnahléssamkomulagi í höfn,“ segir Biden.
Biden segir að með stuðningi Bandaríkjanna og alls heimsins séu Mið-Austurlönd á leið til friðar sem hann vonist til að vari til framtíðar.
/frimg/1/52/88/1528837.jpg)