Ekkert lát á andúð á risanum Spotify

Aðdáendur Taylor Swift tóku nýrri plötu hennar fagnandi og engri …
Aðdáendur Taylor Swift tóku nýrri plötu hennar fagnandi og engri plötu hefur verið streymt jafn oft á einum degi á Spotify í ár. AFP/William West

Ný bylgja andúðar í garð streymisveitunnar Spotify virðist í uppsiglingu og óháðir tónlistarmenn hvetja fólk til að sniðganga fyrirtækið. Á dögunum kom fólk úr óháða tónlistargeiranum saman í Oakland í Kaliforníu á fundum sem báru yfirskriftina Death to Spotify.

Þar var boðið upp á fyrirlestra frá óháðu útvarpsstöðinni KEXP, útgáfunum Cherub Dream Records og Dandy Boy Records og fleirum. Fljótt seldist upp á þessa fyrirlestraröð og fiskisagan var ekki lengi að fara á flug; skipuleggjendur hafa vart undan að svara tölvupóstum frá fólki víða um heim sem vill halda svipaða viðburði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert