Fimm Palestínumenn drepnir

Rúta með Palestínumönnum, sem voru látnir lausir úr ísraelskum fangelsum …
Rúta með Palestínumönnum, sem voru látnir lausir úr ísraelskum fangelsum í gær. AFP

Fimm Palestínumenn voru drepnir í morgun af ísraelskum hermönnum í Gasaborg eftir að þeir fóru yfir hina svokölluðu gulu línu, samkvæmt ísraelska hernum.

Ísraelski fjölmiðillinn The Tims of Israel greinir frá þessu.

Gula línan markar svæðið þar sem ísraelski herinn starfar enn á Gasa eftir að vopnahlé milli Ísraels og Hamas náðist.

Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hvetur ísraelski herinn íbúa Gasa til að fylgja fyrirmælum og ekki nálgast hermenn sem staðsettir eru á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert