Lík fjögurra gísla komin til Ísrael

Mótmælendur í Tel Avív í dag. Þeir berjast fyrir því …
Mótmælendur í Tel Avív í dag. Þeir berjast fyrir því að líkum þeirra gísla sem létust í haldi Hamas verði skilað til Ísrael. AFP/Ahmad Gharabli

Líkkistur fjögurra gísla sem létust í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna eru komnar yfir landamærin til Ísrael. Frá þessu greinir ísraelski herinn, sem segir að líkin verði nú flutt til krufningar.

Rauði krossinn flutti líkkistur gíslanna frá Gasaströnd til Ísraels. Hjálparsamtökin segja að lík 45 Palestínumanna, sem létust í haldi Ísraelshers, hafi verið skilað til Gasa.

Tuttugu gíslum, sem Hamas-hryðjuverkasamtökin höfðu haldið í haldi sínu í rúmlega tvö ár, var skilað til síns heima í Ísrael í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert