Selenskí og Trump funda í Washington

Selenskí og Trump í Hvíta húsinu.
Selenskí og Trump í Hvíta húsinu. AFP/Mandel Ngan

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Washington í vikunni þar sem þeir munu ræða loftvarnir og hvernig megi auka þrýsting á Rússa.

Selenskí segir að hann muni slást í för með sendinefnd frá Úkraínu sem komin er til Bandaríkjanna til viðræðna við bandaríska stjórnmálamenn og fyrirtæki.

Úkraínuforseti segist hafa átt tvö símtöl við Trump um nýliðna helgi þar sem þeir hafi rætt þær áskoranir sem Úkraína stendur frammi fyrir þar sem árásir Rússa beinist í auknum mæli að orkuinnviðum lands og um stöðuna á vígvellinum.

„Við ræddum sum viðkvæm málefni. Það samtal var ekki nóg, þó það hafi verið innihaldsríkt,“ sagði Selenskí, við fréttamenn þegar hann tók á móti Kaju Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í Kænugarði í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert