16 látnir eftir bruna í fataverksmiðju

Frá brunanum í fataverksmiðjunni.
Frá brunanum í fataverksmiðjunni. Ljósmynd/X

Að minnsta kosti 16 manns eru látnir eftir að eldur braust út í fataverksmiðju í Bangladess og óttast yfirvöld að fleiri eigi eftir að finnast látnir.

BBC greinir frá. Sextán lík hafa fundist og þau voru það mikil brunnin að þau eru óþekkjanleg, að sögn slökkviliðsins.

Eldurinn braust út um hádegi og tók þrjá klukkutíma að ráða niðurlögum hans en lengri tíma gekk að slökkva eld í efnageymslu sem var við hliðina á verksmiðjunni samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum.

Slökkviliðsstjórinn Mohammad Tajul Islam Chowdhury sagði við fjölmiðla á staðnum að fórnarlömbin hefðu líklega látist samstundis eftir að hafa andað að sér eitruðu gasi.

Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan fjögurra hæða verksmiðjuna í Mirpur-hverfinu í Dhaka í leit að ástvinum sínum sem enn er saknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert