Breytti um skotmark á síðustu stundu

Frá vettvangi í Geneta í Södertälje í vor þegar maður …
Frá vettvangi í Geneta í Södertälje í vor þegar maður á þrítugsaldri var skotinn til bana í undirgöngum þar. Einn þriggja ákærðra hefur játað á sig verknaðinn og er kenning saksóknara að þann sem pantaði drápið og fórnarlambið hafi greint á um afhendingu sprengiefnis. Skjáskot/Fréttamyndskeið SVT

Þrír eru ákærðir í manndrápsmáli í Södertälje sem snýst um ungan mann sem skotinn var til bana í undirgöngum í Geneta í mars og hefur einn þremenninganna játað að hafa hleypt skotunum af sem urðu fórnarlambinu að bana en hinir tveir eru ákærðir fyrir hlutdeild með því að hafa verið skyttunni til aðstoðar við ódæðið.

Að sögn Markusar Hankkio saksóknara kom til einhvers konar misklíðar á milli hins myrta og þess sem pantaði drápið daginn áður en látið var til skarar skríða en sá sem pantaði gengur enn laus og er lögreglu og ákæruvaldi ókunnugt um persónu hans þótt ljóst sé að hann átti í samskiptum við þann sem verkið vann og þann sem myrtur var daginn fyrir ódæðið í því augnamiði að skipuleggja að leiðir þeirra lægju saman.

Sundurorða um afhendingu sprengiefnis

Ekki er sannað hvað það var sem olli misklíð mannanna tveggja en kenning saksóknara er að skyttan, sem er frá Vestur-Svíþjóð hafi ferðast til Stokkhólmssvæðisins í því augnamiði að koma öðrum fyrir kattarnef en þeim sem mætti örlögum sínum í undirgöngunum í Geneta. Hins vegar hafi þeim sem pantaði og þeim sem myrtur var orðið sundurorða um afhendingu sprengiefnis og hafi sá fyrrnefndi þá ákveðið í skyndingu að skipta um skotmark og sent skyttuna á þann sem skotinn var.

SVT

SVT-II (grunaði undir lögaldri)

SVT-III (maðurinn skotinn til bana í undirgöngum síðla marsmánaðar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert