„Ég veit að þetta er siðlaust“: Barnaþrælkun enn algeng í Pakistan

Hin 13 ára gamla Amina (t.v.) sést hér ásamt móður …
Hin 13 ára gamla Amina (t.v.) sést hér ásamt móður sinni að ræða við fjölmiðla í Karachi í júlí. AFP

Frá tíu ára aldri hefur Amina skrúbbað, sópað og eldað á heimili millistéttarfjölskyldu í stórborginni Karachi í Pakistan.

Líkt og milljónir pakistanskra barna er hún heimilisþjónn, sem er ólöglegt en algengt og veldur fjölskyldum þjáningum sem eru oft of fátækar til að leita réttar síns.

„Ég sker grænmeti, vaska upp, sópa gólfið og skúra með mömmu. Ég hata að vinna fyrir þessa fjölskyldu,“ sagði þessi 13 ára stúlka, sem fer úr fátækrahverfinu sínu í Karachi klukkan sjö á morgnana og kemur oft heim eftir myrkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka