Einn lést og annar alvarlega særður í hnífaárás í Portúgal

Árásin átti sér stað í strandbænum Cascais.
Árásin átti sér stað í strandbænum Cascais. Ljósmynd/Colourbox

Bandarískur ferðamaður lést og annar særðist alvarlega í hnífasárás í Portúgal í morgun, að sögn lögreglu.

Árásin átti sér stað í strandbænum Cascais, vestan við höfuðborgina Lissabon.

„Annar ferðamannanna lést á vettvangi og hinn hlaut alvarleg meiðsli í andliti og á handlegg,“ segir talsmaður portúgölsku lögreglunnar við AFP-fréttaveituna.

Sá sem lifði árásina af var fluttur á sjúkrahús í Lissabon. Þrír einstaklingar sem grunaðir eru um að hafa framið árásina flúðu í bíl og hafa ekki enn fundist.

„Við höfum sent öllum lögreglumönnum nauðsynlegar upplýsingar til að finna þá grunuðu,“ segir talsmaður lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert