Tók loforð af Modi um að hætta að kaupa rússneska olíu

Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag.
Donald Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Donald Trump forseti Bandaríkjanna sagði í dag að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði lofað að Indland myndi hætta að kaupa rússneska olíu, mánuðum eftir að Trump setti refsitolla á landið vegna kaupanna.

Trump sagði við blaðamenn að Modi hefði fullvissað hann um að engin olía yrði keypt frá Rússlandi, en að slíkt yrði ekki gert á augabragði heldur væri um ákveðið ferli að ræða, sem fljótlega yrði lokið.

Indland hefur ekki enn staðfest frásögn Trump. Modi hefur áður varið kaup á olíu frá Rússlandi þrátt fyrir innrásina í Úkraínu.

Modi virtist þó sýna vilja til að bæta sambandið við Trump með því að hitta nýjan sendiherra Bandaríkjanna, Sergio Gor, á laugardag.

Metur sambandið við Indland mikils

Gor sagði eftir fundinn að stjórn Trumps meti sambandið við Indland mikils, að hann væri bjartsýnn og vísaði til símtals milli Trumps og Modi.

Í ræðu sinni í Hvíta húsinu fagnaði Trump sambandi sínu við Modi, sem er næst lengst starfandi forsætisráðherra Indlands, á eftir Jawaharlal Nehru.

Í ágúst hækkaði Trump tolla á indverskum útflutningi til Bandaríkjanna um 50%, og sökuðu aðstoðarmenn hans Indland um að kynda undir stríð Rússa í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka