Yfirmaður rússnesku alríkislögreglunnar segist viss um að Atlantshafsbandalagið hafi haft eitthvað að gera með nýleg drónaflug í lofthelgi Evrópulanda.
„Það er enginn vafi á meðal fagfólks um að sérsveitir NATO hafi tekið þátt í þessu,“ sagði Alexander Bortnikov, yfirmaður rússnesku alríkislögreglunnar.
Hann hélt því einnig fram að atvikin tengdust herferðum Breta gegn rússneska skuggaflotanum. Hann sagði Breta vera að skipuleggja sjóvörslu á Kalíníngrad og rússneskum skipum í Eystrasalti.
Hann hafði þó engar sannanir fyrir þessum fullyrðingum.
Í kjölfar þess að NATO skaut niður rússneska dróna í lofthelgi Póllands í síðasta mánuði lagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til að reistur yrði drónamúr í Evrópu.
