Andrés afsalar sér öllum konunglegum titlum

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andrési.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andrési. AFP/Lindsey Parnaby

Andrés Bretaprins hefur afsalað sér öllum konunglegum titlum, en hann hefur meðal annars verið hertoginn af York.

Andrés hefur lengi verið flæktur í hneykslismál tengd bandaríska kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein.

„Ég mun ekki lengur nota titil minn eða þá heiðurstitla sem mér hafa verið veittir,“ sagði Andrés í yfirlýsingu.

Hann kvaðst neita öllum ásökunum en að þær trufluðu „störf hans hátignar og konungsfjölskyldunnar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka