„Sífellt minni hafís“: Brasilísk kona siglir ein í gegnum Norður-Íshafið

Myndin var tekin 19. janúar í fyrra. Á henni sést …
Myndin var tekin 19. janúar í fyrra. Á henni sést Tamara Klink standa fyrir framan seglskútuna sína sem nefnist Sardinha 2. AFP

Brasilíska siglingakonan Tamara Klink sagði í samtali við AFP að hún hefði rekist á „mjög lítinn“ hafís á siglingu sinni einsömul um Norðvesturleiðina, sem er sjaldgæft afrek sem hefði verið ómögulegt án ísbrjóts fyrir þremur áratugum.

Í september varð hin 28 ára gamla Klink önnur konan og fyrsti Suður-Ameríkubúinn til að ljúka hinni hættulegu ferð um heimskautið frá Atlantshafi til Kyrrahafs, sem hefur aðeins orðið möguleg vegna bráðnunar íss af völdum loftslagsbreytinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert