Bandaríkin og Kína ætla að reyna að ná saman

Tollastríð hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Kína.
Tollastríð hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Kína. AFP/Mandel Ngan

Kínversk stjórnvöld tilkynntu í dag að landið hafi samþykkt að hefja nýja lotu viðræðna um viðskipti við Bandaríkin „eins fljótt og auðið er“, í von um að forðast frekari tolladeilur milli ríkjanna.

Yfirlýsingin var gefin út eftir fjarfund milli He Lifeng, varaforsætisráðherra Kína og aðalsamningamanns landsins, og Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua fóru viðræðurnar fram í „hreinskilnum, ítarlegum og uppbyggilegum anda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert