Farþegaflugvél á vegum Air China lenti heilu og höldnu í Sjanghaí í morgun eftir að það kviknaði í rafhlöðu í handfarangri farþega um borð í vélinni.
Vélin var á leiðinni frá Hangzhou í austurhluta Kína til Incheon-flugvallarins í Suður-Kóreu en henni var snúið við og lenti í Sjanghaí til að tryggja öryggi farþega.
„Það kviknaði sjálfkrafa í liþíumrafhlöðu í handfarangri farþega sem geymdur var í farangurshólfi. Áhöfnin brást strax við samkvæmt verklagsreglum og engan sakaði,“ sagði í yfirlýsingu flugfélagsins á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.
Miðað við myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum skapaðist nokkur óeirð um borð í vélinni þegar eldurinn kviknaði.
Fire breaks out in the overhead luggage bin on board Air China flight CA139 while flying between Hangzhou and Seoul.
— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) October 18, 2025
It is understood that the cause of the fire was a lithium battery in a passenger's luggage spontaneously combusting.
The cabin crew contained the fire and the… pic.twitter.com/IV5LEYxIy5
