Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna tóku þátt í mótmælum víðs vegar um landið í dag undir slagorðinu „No Kings“ eða Engir konungar, þar sem þeir vildu gagnrýna það sem þeir kalla harðstjórn og valdníðslu Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Repúblikanar hafa kallað mótmælin „hatur gegn Bandaríkjunum“.
Skipuleggjendur telja að yfir 2.700 mótmæli hafi verið á dagskrá og milljónir muni taka þátt.
„Þetta er hvernig lýðræði lítur út!“ kölluðu þúsundir mótmælenda í Washington-borg.
Þá komu þúsundir saman á Times Square í New York, í Boston Common-garðinum og í Grant Park í Chicago. Einnig eru minni mótmæli skipulögð í Kanada, á Spáni og í Svíþjóð.
„Ég hélt ég myndi ekki lifa þá tíma að sjá dauða lýðræðis í landinu mínu,“ sagði hin 69 ára gamla Colleen Hoffman sem mótmælti í New York.
Örn Ingólfsson:
Önnur borgarastyrjöld?


