Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að stríðinu myndi ljúka þegar að öðrum áfanga vopnahlésins væri lokið – þ.e.a.s. afvopnun hryðjuverkasamtakanna Hamas.
Vopnahléið tók gildi 10. október.
„Fasi B felur í sér afvopnun Hamas, eða nánar tiltekið afvopnun Gasasvæðisins. eftir að Hamas hefur verið svipt vopnum sínum,“ sagði Netanjahú í viðtali við sjónvarpsstöðina Channel 14.
„Þegar því er lokið með góðum árangri – vonandi auðveldlega, en ef ekki þá með hörku – þá lýkur stríðinu.“
