Evrópa gæti verið í hernaðarlegri klemmu kæmi til átaka við Rússa

„Viðbrögð Evrópu hafa að mestu verið varnarsinnuð og of varkár,“ …
„Viðbrögð Evrópu hafa að mestu verið varnarsinnuð og of varkár,“ segir í skýrslunni. „Hún verður nú að herða sig.“ AFP

Evrópa gæti átt í erfiðleikum með að virkja nægilega marga hermenn eða framleiða nægilega mikið af vopnum með skjótum hætti ef það kæmi til beinna átaka við Rússland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu.

Franska stofnunin um alþjóðasamskipti (IFRI), sem er ein fremsta hugveita heims, benti á veikleika Evrópu ef til kæmi að átök yrðu við Rússland, sem höfundar lýsa sem „langtímaógn“.

Evrópa þarf að sýna pólitískan vilja og „samhangandi efnahagslega varnarstefnu“ til að búa sig undir hugsanleg átök við Rússland á næstu fimm árum, segir í skýrslunni sem ber heitið „Evrópa-Rússland: Yfirlit yfir valdajafnvægi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert