Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varar við frekari brotum á vopnahléinu sem var samþykkt á Gasasvæðinu.
Á ráðstefnu í Doha, höfuðborg Katar, sagðist Guterres vera „afar áhyggjufullur vegna áframhaldandi brota á vopnahléinu á Gasasvæðinu. Þeir verða að hætta þessu og allir sem koma að málum verða að fylgja þeim ákvörðunum sem voru teknar vegna fyrsta hluta friðarsamkomulagsins”.
