Mamdani stefnir í humátt að borgarstjórastólnum

Allt útlit er fyrir að íbúar New York muni kjósa ungan, vinstri sinnaðan múslíma sem borgarstjóra í dag. 

Þótt borgarstjóraframbjóðandinn Zohran Mamdani hafi verið mest áberandi í fréttum gætu ríkisstjórakosningar í Virginíu og New Jersey einnig gefið mikilvægar vísbendingar um pólitíska stöðu í Bandaríkjunum tæpum 10 mánuðum eftir að Donald Trump sneri aftur í Hvíta húsið, segir í umfjöllun AFP.

Fari svo að demókratar beri afgerandi sigur úr býtum í þessum ríkjum þá gæti það verið vísbending um það sem koma skal í bandarísku þingkosningunum á næsta ári.

Zohran Mamdani mælist með um 44% stuðning.
Zohran Mamdani mælist með um 44% stuðning. AFP

Var nánast óþekktur

Í New York var Mamdani, sem er aðeins 34 ára gamall og yfirlýstur sósíalisti, nánast óþekktur áður en hann vann óvæntan sigur í forvali demókrata.

Hann hefur lagt áherslu á að lækka framfærslukostnað fyrir venjulega New York-búa og hann hefur byggt upp stuðning með óformlegum persónulegum stíl og myndskeiðum á samfélagsmiðlum þar sem hann gengur um götur og spjallar við kjósendur.

Andrew Cuomo hefur verið að mælast með um 30% stuðning …
Andrew Cuomo hefur verið að mælast með um 30% stuðning í nýlegum könnum. AFP

Trump kallar Mamdani „gyðingahatara“

Trump gagnrýndi Mamdani harðlega í dag og sagði hann hata gyðinga.

„Sérhver gyðingur sem kýs Zohran Mamdani, sannaðan og yfirlýstan GYÐINGAHATARA, er heimskur!!!“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðil sinn.

Kjörstöðum lokar tvö í nótt að íslenskum tíma

Mamdani mældist með um 44 prósenta fylgi í nýjustu könnunum, nokkrum prósentustigum á undan Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra, sem býður sig fram sem óháðan frambjóðanda.

Kjörstöðum verður lokað klukkan 21:00 að staðartíma, eða kl. tvö í nótt að íslenskum tíma.

Alls voru 1,14 milljónir atkvæða greiddar í kosningunum árið 2021, þegar núverandi borgarstjóri, Eric Adams, var kjörinn. Hann dró sig í hlé þegar upp komu hneykslismál og ásakanir um spillingu. Hann hefur lýst yfir stuðningi við Cuomo.

Þriðji frambjóðandinn í borgarstjóraslagnum er Curtis Sliwa, sem er frambjóðandi Repúblikanaflokksins. 

 

Curtis Sliwa er frambjóðandi repúblikana. Hann hefur mælst með um …
Curtis Sliwa er frambjóðandi repúblikana. Hann hefur mælst með um 20% stuðning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert