Flutningaflugvél bandaríska flutningafyrirtækisins UPS hrapaði skömmu eftir flugtak frá Louisville-flugvelli í Kentucky í kvöld.
Frá þessu greinir bandaríska flugmálastofnunin FAA. McDonnell Douglas MD-11-flutningavél flutningafyrirtækisins var að sögn á leið til Honolulu í Havaí um klukkan 17.15 að staðartíma eða 22.15 að íslenskum tíma.
UPS segir í tilkynningu að þrír menn hafi verið um borð í vélinni.
Video footage shows a massive fireball the length of several football fields reaching hundreds of feet into the sky, immediately following the crash of a McDonnell Douglas MD-11 Cargo Plane operated by UPS Airlines during takeoff earlier at Muhammad Ali International Airport in… pic.twitter.com/ziDyFQdSFX
— OSINTdefender (@sentdefender) November 4, 2025
Myndskeið sem sýna bæði logandi vélina og mikinn reykjarmökk stíga upp frá svæðinu hafa birst í fjölmiðlum víða sem og á samfélagsmiðlum.
Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út en ekki hefur verið greint frá meiðslum eða dauðsföllum. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin.
