Myndskeið: Flutningaflugvél hrapaði í Kentucky

Myndskeið sem sýna bæði logandi vélina og mikinn reykjarmökk stíga …
Myndskeið sem sýna bæði logandi vélina og mikinn reykjarmökk stíga upp frá svæðinu hafa birst í fjölmiðlum víða sem og á samfélagsmiðlum. Skjáskot/Twitter

Flutningaflugvél bandaríska flutningafyrirtækisins UPS hrapaði skömmu eftir flugtak frá Louisville-flugvelli í Kentucky í kvöld.

Frá þessu greinir bandaríska flugmálastofnunin FAA. McDonnell Douglas MD-11-flutningavél flutningafyrirtækisins var að sögn á leið til Honolulu í Havaí um klukkan 17.15 að staðartíma eða 22.15 að íslenskum tíma.

UPS segir í tilkynningu að þrír menn hafi verið um borð í vélinni.

Rannsókn hafin

Myndskeið sem sýna bæði logandi vélina og mikinn reykjarmökk stíga upp frá svæðinu hafa birst í fjölmiðlum víða sem og á samfélagsmiðlum.

Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út en ekki hefur verið greint frá meiðslum eða dauðsföllum. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert