Ríkisstjórn Perú hefur slitið á öll stjórnmálatengsl við Mexíkó fyrir að hafa veitt fyrrverandi forsætisráðherra Perú, Betssy Chavez, hæli í landinu.
Rannsókn stendur yfir á Chavez í Perú í tengslum við meinta valdaránstilraun í landinu árið 2022.
„Í dag fréttum við óvænt af því og erum afar leið yfir því að fyrrverandi forsætisráðherranum Betssy Chavez, meintum samverkamanni í valdaránstilraun fyrrverandi forsetans Pedro Castillo, hefur verið veitt hæli í mexíkóska sendiráðinu í Perú,” sagði Hugo de Zala, utanríkisráðherra Perú, á blaðamannafundi.
„Vegna þessar óvinveittu aðgerðar, og með tilliti til endurtekinna atvika þar sem núverandi og fyrrverandi forsetar þessa lands hafa skipt sér af innanríkismálum í Perú, hefur ríkisstjórn Perú ákveðið að slíta í dag á öll stjórnmálatengsl við Mexíkó,” bætti hann við.
Stjórnvöld í Mexíkó brugðust ókvæða við þessari ákvörðun og sagði utanríkisráðuneyti landsins að farið hefði verið yfir strikið með henni. Ákvörðunin hefði verið lögmæt og í samræmi við alþjóðalög.