Sjö fórust í snjóflóði í Nepal

Yalung Ri.
Yalung Ri. Ljósmynd/Wikipedia.org

Sjö manns fórust í snjóflóði sem féll á grunnbúðir í austurhluta Nepals í gærmorgun.

Leit að líkum þeirra er í undirbúningi.

Snjóflóðið féll á 12 manns í grunnbúðum fjallsins Yalung Ri, sem er 5.630 metra hátt. Þrír Ítalir, tveir Nepalar, einn Þjóðverji og einn Frakki fórust.

Á meðal þeirra fimm sem komust lífs af voru tveir Frakkar og tveir Nepalar.

Didler Armand og Isabelle Thaon á sjúkrahúsi. Þau komust lífs …
Didler Armand og Isabelle Thaon á sjúkrahúsi. Þau komust lífs af úr snjóflóðinu. AFP/Prakash Mathema
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert