Að minnsta kosti sjö látnir eftir flugslysið

Flugvélin hrapaði um klukkan 17.15 að staðartíma eða 22.15 að …
Flugvélin hrapaði um klukkan 17.15 að staðartíma eða 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjáskot/X

Að minnsta kosti sjö eru látnir og fleiri slasaðir eftir að flutningaflugvél bandaríska flutningafyrirtækisins UPS hrapaði í Kentucky í gærkvöldi.

Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá Louisville-flugvelli.

McDonnell Douglas MD-11-flutningavélin var á leið til Honolulu í Havaí um klukkan 17.15 að staðartíma eða 22.15 að íslenskum tíma og voru þrír um borð í vélinni. UPS hefur ekki upplýst hvort þeir um borð hafi látist eða slasast.

Ríkisstjóri Kentucky, Andy Beshear, hefur tjáð blaðamönnum að búast megi …
Ríkisstjóri Kentucky, Andy Beshear, hefur tjáð blaðamönnum að búast megi við að fjöldi látinna og særðra muni aukast. AFP/STEPHEN COHEN

Má búast við að fleiri séu látnir 

Ríkisstjóri Kentucky, Andy Beshear, hefur tjáð blaðamönnum að búast megi við að fjöldi látinna og særðra muni aukast. Þá hefur hann einnig upplýst að vélin hafi skollið á endurvinnslustöð fyrir olíuvörur.

Rannsókn er hafin á orsök slyssins en myndefni af flugslysinu sýnir að eldur var kominn í vinstri hreyfil vélarinnar þegar hún tók á loft.

Allar áætlaðar flugferðir frá Louisville-flugvelli voru stöðvaðar í kjölfar slyssins og UPS hætti vinnslu í flutningamiðstöð sinni á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka