Danir í mál vegna þjófnaðar á tónlist

Danska tónlistarkonan MØ sést hér á Secret Solstice í Laugardalnum …
Danska tónlistarkonan MØ sést hér á Secret Solstice í Laugardalnum árið 2015. Tónlist hennar hefur verið notuð með ólöglegum hætti. mbl.is/Styrmir Kári

Dönsku höfundarréttarsamtökin Koda hafa höfðað mál gegn bandarísku gervigreindar-tónlistarþjónustunni Suno. Koda heldur því fram að tæknifyrirtækið, sem sérhæfir sig í skapandi gervigreind, hafi þjálfað gervigreindarlíkan sitt á verkum úr efnisskrá Koda en um leið leynt umfangi og uppruna þjálfunargagnanna – og þannig látið hjá líða að gefa upp hvaða verk voru notuð og hvernig.

Greint var frá málsókninni í fréttatilkynningu frá Koda í gær. Þar er haft eftir Gorm Arildsen forstjóra Koda að gervigreindin geti verið spennandi tól við tónlistarsköpun en nýsköpun geti þó ekki byggst á þýfi. „Suno hefur tekið sköpunarverk félagsmanna okkar og matað vélar sínar á þeim án samþykkis, gagnsæis eða endurgjalds. Það er þjófnaður – og það ógnar framtíð tónlistarinnar,“ segir Arildsen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert