Hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt tíu sjúklinga sína og fyrir að hafa sömuleiðis reynt að myrða 27 til viðbótar.
Dómstóll í borginni Aachen í vesturhluta landsins kvað upp þennan dóm fyrir stundu.
Hjúkrunarfræðingurinn er 44 ára og framdi brotin á árunum 2023 og 2024 á sjúkrahúsi í bænum Würselen, þar sem hann starfaði á líknardeild.
Málið er ekki það fyrsta sinnar tegundar í landinu.
