Mamdani næsti borgarstjóri New York

Zohran Mamdani ásamt eiginkonu sinni Rama Duwaji eftir að vera …
Zohran Mamdani ásamt eiginkonu sinni Rama Duwaji eftir að vera lýstur sigurvegari í nótt. SPENCER PLATT

Zohran Mamdani, frambjóðandi Demókrataflokksins, var í nótt lýstur sigurvegari í borgarstjórakosningum í New York en kjör hans er á margan hátt sögulegt.

Talning stendur enn yfir en þegar þetta er skrifað hafa 91% atkvæða verið talin og Mamdani er með 50,4% fylgi.

Andrew Cuomo, sem er sjálfstæður frambjóðandi og fyrrverandi ríkisstjóri New York, er með 41,6% fylgi og Curtis Sliwa, frambjóðandi repúblikana, er með 7,1%.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/11/04/mamdani_stefnir_i_humatt_ad_borgarstjorastolnum/

Fyrsti músliminn og yngstur í öld 

Mamdani fæddist í Úganda og er af indverskum ættum. Hann hefur búið í Bandaríkjunum frá sjö ára aldri og varð bandarískur ríkisborgari árið 2018.

Hann er 34 ára sem þýðir að hann verður yngsti borgarstjóri New York-borgar í meira en öld.

Þá er hann sömuleiðis fyrsti músliminn til að gegna embættinu sem og fyrsti maðurinn af suðurasískum ættum.

Óvinur Trumps

Mamdani skilgreinir sig sem sósíalískan demókrata og er almennt talinn nokkuð langt til vinstri í samhengi bandarískra stjórnmála.

Sigur hans í forvali demókrata í borginni vakti mikla athygli en fyrir það var Mamdani lítt þekkt andlit í Bandarískum stjórnmálum.

Í kosningabaráttunni vakti hann mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir vinstrisinnaðar áherslur sínar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt Mamdani harðlega, kallað hann kommúnista og hótað að skrúfa fyrir fjárveitingar til borgarinnar verði hann kjörinn.

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert