Ók á gangandi vegfarendur vísvitandi: Tíu slasaðir

Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps.
Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps. AFP/Julie Sebadelha

Tíu eru slasaðir, þar af fjórir alvarlega, eftir að maður á fertugsaldri ók bíl sínum á gangandi og hjólandi vegfarendur á frönsku eyjunni Oléron í morgun. 

Samkvæmt frönskum saksóknara var það ætlunarverk mannsins að aka á fólkið og var hann handtekinn á staðnum. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps. 

Að sögn saksóknarans öskraði maðurinn „Allahu Akbar“ eða „Guð er mestur“ þegar hann var handtekinn. Maðurinn er sagður búsettur í Frakklandi. 

Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk á þessu stigi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka