Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir stjórnvöld þar í landi myndu skoða hvort taka ætti aftur upp prófanir kjarnavopna ef Bandaríkin ákvæðu að gera það.
Þetta sagði Pútín á fundi öryggisráðsins í Kreml fyrir stundu, sem hann boðaði til eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði varnarmálaráðuneyti sínu að hefja slíkar tilraunir að nýju.
Bandaríkin gerðu síðast tilraunir með kjarnavopn í Nevada í september árið 1992 þegar 20 kílótonna sprengja var sprengd neðanjarðar.
Pútín hefur skipað ráðuneytum utanríkis- og varnarmála að safna upplýsingum í sambandi við þetta og í framhaldi gera tillögur um mögulega undirbúningsvinnu fyrir tilraunir með kjarnavopn.
