Reyndi að kveikja í bílnum eftir verknaðinn

Hinn grunaði er sagður góðkunningi lögreglunnar.
Hinn grunaði er sagður góðkunningi lögreglunnar. Skjáskot/X

Karlmaður á fertugsaldri, sem ók bíl sínum á gangandi og hjólandi vegfarendur í morgun í Frakklandi, kveikti í bílnum sínum eftir verknaðinn. Lögreglan handtók manninn á vettvangi og notaði rafbyssu til að yfirbuga hann.

Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir heimildamanni sínum sem er kunnugur málinu.

Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps. Tíu slösuðust eftir að bíllinn ók á þá, þar af tveir alvarlega.

Samkvæmt franska miðlinum Le Parisien eru sprengjusérfræðingar á vettvangi að leita í bíl mannsins.

Atvikið átti sér stað á frönsku eyjunni Oléron. Maðurinn var þar búsettur en samkvæmt AFP var maðurinn góðkunningi lögreglunnar. Lögreglan hafði m.a. haft afskipti af honum vegna smáglæpa. Þá sögðu þeir hann glíma við andleg veikindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert