Japönsk yfirvöld hófu í morgun að senda hermenn á svæði í norðanverðu landinu sem hafa orðið fyrir barðinu á fjölda banvænna bjarnarárása, en þær hafa náð methæðum á þessu ári.
Ríkisstjórn nýkjörins forsætisráðherra, Sanae Takaichi, vinnur nú hörðum höndum að því að semja sérstakan aðgerðapakka til að bregðast við vandanum, sem hefur leitt til 12 dauðsfalla og yfir 100 meiðsla síðan í apríl.
Í Japan gilda ströng vopnalög og hermennirnir munu hvorki bera skotvopn né veiða dýrin.
Þeir munu þess í stað vopnast bjarnarúða, prikum, skjöldum, hlífðargleraugum, skotheldum vestum og netbyssum þegar þeir til að reyna að tryggja öryggi íbúa.
Léleg akarnsuppskera á þessu ári hefur orðið til þess að vaxandi bjarnarstofn Japans hefur leitað í bæi að fæði, sérstaklega í norðurhluta landsins.
Að sögn sérfræðinga hefur fólksfækkun í dreifbýli einnig gert hefðbundin mörk milli bæja og búsvæða bjarndýra óskýrari, sem hvetur birni til að stækka búsvæði sín í átt að íbúðabyggð.

