Boeing 737 MAX-farþegaþota flugfélagsins Ethiopian Airlines hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, til Nairóbí í Kenýa sunnudaginn 10. mars. Þetta var annað flugslysið sem vélar af þessari gerð lentu í á skömmum tíma og í kjölfarið voru allar slíkar vélar, heitastu söluvörur Boeing, kyrrsettar.