Boeing 737 MAX-farþegaþota flugfélagsins Ethiopian Airlines hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, til Nairóbí í Kenýa sunnudaginn 10. mars. Þetta var annað flugslysið sem vélar af þessari gerð lentu í á skömmum tíma og í kjölfarið voru allar slíkar vélar, heitastu söluvörur Boeing, kyrrsettar.
Herinn í Mjanmar framkvæmdi valdarán þar í landi í byrjun febrúarmánaðar. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, og fleiri stjórnmálamenn voru tekin höndum af hernum skömmu áður.
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um ósæmilega framkomu í garð samstarfskvenna um áratuga skeið.
Milljónir Sýrlendinga hafa neyðst til þess að flýja heimili sín vegna stríðsins sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Á rúmu ári komu yfir ein milljón flóttamanna til grísku eyjunnar Lesbos en íbúar hennar eru um 90 þúsund talsins. Eftir að Evrópusambandið og Tyrkland gerðu samkomulag um að stöðva för flóttafólks til Evrópu hefur gengið illa að komast frá Lesbos til meginlandsins. Biðin tekur allt að 15 mánuði í stað nokkurra daga áður.