Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Aðalfréttaskýrandi alþjóðamála hjá breska dagblaðinu The Times gerir erfiða samningsstöðu Íslands vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu að umræðuefni á vefsíðu blaðsins og segir að Íslendingar skyldu ekki útiloka aðra kosti.

Brownen segir að íslensk yfirvöld ættu að spila sem best úr veikri stöðu sinni og minna ESB á að það séu önnur bandalög sem hægt væri að ganga til liðs við.

Hægt væri að taka upp dollarann eða sækja um aðild að Fríverslunarbandalagi Norður-Ameríku. Vegna landfræðilegrar stöðu sinnar hafi Ísland alltaf verið í góðri stöðu við að etja Bandaríkjunum gegn Evrópu og löndunum tveimur gegn Rússlandi. Það hafi leitt til vantrausts en sé eftir sem áður besta spilið á hendi Íslendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær