„Bjart yfir þessum degi“

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mbl.is/Ómar

„Það er bjart yfir þessum degi,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann sagði þingið vera að ljúka sögulegri umræðu sem hefði verið skemmtileg, málefnaleg og upplýsandi. Hvernig sem færi í atkvæðagreiðslunni væri ljóst að þingmenn hefðu heyjað sér mikinn þekkingarforða. Það væri mikilvægt því umræðan um ESB mun lifa áfram. Össur sagðist hafa fundið fyrir skilning á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að látið verði á málið reyna. Fyrst og fremst hefðu í umræðunni verið reifuð tæknileg atriði, s.s. með hvaða hætti fara á í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hann sagðist ánægður með það enda „kominn tími til að þjóðin fái að leiða þessa deilu til lykta.“ Össur sagði það gert nema fyrir liggi gögn málsins, þ.e. að búið verður að sækja um aðild, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun.

Umræður um ESB viðræður á Alþingi
Umræður um ESB viðræður á Alþingi mbl.is/Ómar
Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, og Árni Páll Árnason, Samfylkingu fylgjast með …
Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, og Árni Páll Árnason, Samfylkingu fylgjast með ESB umræðu á Alþingi mbl.is/Ómar
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Ómar
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær