Pressan: Gunnar Snorri stýrir viðræðum við ESB

Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra
Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra mbl.is

Gengið verður frá því á næstu dögum að Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, verði formaður sendinefndar Íslands í komandi samningaviðræðum við Evrópusambandið, að því er fram kemur á Pressunni.

 Rætt hefur verið um þann möguleika að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tæki að sér formennsku í nefndinni til að gefa henni breiðara pólitískt bakland, en Þorsteinn mun ekki áhugasamur um það verkefni og hefur fremur verið þeirrar skoðunar að embættismaður úr utanríkisþjónustunni ætti að hafa slíkt verkefni með höndum.

Heimildir Pressunnar herma að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, hafi haft áhuga á embættinu og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi af þessum sökum ekki farið þess formlega á leit við Þorstein að hann taki að sér nefndarformennskuna. Hins vegar hafi verið leitað eftir ráðgjöf Þorsteins við undirbúning málsins og fyrir komandi viðræður, en eins og fram hefur komið, hafa þeir Þorsteinn og Össur átt nokkra óformlega fundi á heimili Þorsteins að undanförnu.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær