Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að eftir gagnaöflun síðar í dag vegna myndbands, sem sýnir lögreglumann grípa um háls ungs pilts, verði málið formlega sent ríkissaksóknara til rannsóknar, en hann fer samkvæmt lögreglulögum með rannsókn mála sem snerta meint brot lögreglumanna í starfi.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir, að um leið og ábendingar bárust lögreglu um myndbandið hafi þegar í stað hafist athugun á því hvenær þetta hafi gerst og hvaða lögreglumaður væri þarna á ferðinni, enda sé framgangan með þeim hætti að það krefjist að mati lögreglustjóra rannsóknar. Ríkissaksóknara var þegar gert viðvart um þetta atvik vegna alvarleika þess.
Ríkislögreglustjóra verður einnig gert viðvart um málið en hann fer með skipunarvald yfir lögreglumönnum og tekur því ákvörðun um hvort lögreglumanninum verður vikið frá störfum um stundarsakir meðan á rannsókn málsins stendur.
Fram að því að ákvörðun um það liggur fyrir mun lögreglumaðurinn ekki sinna störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir:
Sorglegt að sjá
Gunnar Gylfason:
Hann tók hann ekki hálstaki
Einar Vignir Einarsson:
Ég læt lögreglumanninn njóta vafans !!!!!!!
Pálmi Freyr Óskarsson:
Lögregluofbeldi gegn unglingaofbeldi!!!!!
Ægir Már Jónsson:
Rugl.
Steini Thorst:
Myndavélasímarnir standa fyrir sínu
Reynir Andri:
Komin í sumarfrí
Guðrún Magnea Helgadóttir:
Ofbeldi löggunar!
Oddgeir Einarsson:
Litli bróðir
Helgi Þór Guðmundsson:
Húrra !!!
Alfreð Símonarson:
www.copwatch.com Núna er tíminn að ganga með cameru á sér, …
Helga Dögg Sverrisdóttir:
Samsekur
Sigríður Inga Ingimarsdóttir:
COMMON SENS !!!
Baldur Gautur Baldursson:
Police brutality?
