Hr. Rangur valinn vegna pillunnar

Reuters

Getnaðarvarnapillur sem milljónir kvenna um heim allan nota geta raskað náttúrulegum hæfileikum til þess að þefa uppi heppilegan maka.

Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í dag.

Venjulega dragast konur að karlmönnum sem eru ólíkir þeim erfðafræðilega séð með hjálp lyktarskynsins.

Ef fólk er of líkt að erfðum getur það átt í erfiðleikum með getnað, hætta á fósturláti eykst og ónæmiskerfi barnanna getur orðið veikara.

Hópur um það bil 140 arfbera á svæði sem kallað er MHC (Major Histocompatibility Complex) og sem hjálpar við að mynda prótein sem koma að ónæmisvörnum líkamans, er líka mikilvægur þáttur af lykt með samskiptum við húðbakteríur.

Það hvernig þessir arfberar gera vart við sig getur hjálpað við að ákvarða hverjum finnst við vera aðlaðandi þegar þeir elta nef sitt óafvitandi.

Það var Craig Roberts við Háskólann í Newcastle sem sem leiddi rannsókn á því hvort getnaðarvarnapillur hefðu áhrif á aðdráttarfl lyktar.

Eitt hundrað konur voru beðnar um að meta hvaða karlmannslykt þeim þætti mest aðlaðandi, bæði fyrir og eftir að þær fóru á pilluna.

Lyktarprufurnar voru fengnar frá 97 sjálfboðaliðum.

„Niðurstöður leiddu í ljós að smekkur kvenna sem byrjaði á pillunni breyttist og hneigðist frekar til þeirra sem voru líkari þeim að erfðum,“ segir Roberts.

Þá kemur þar fram að pillan getur ekki aðeins orðið þess valdandi að konur velji frekar Hr Rangan heldur getur hún líka valdið usla í samböndum.

„Þetta gæti valdið því að sambönd leysast upp þegar konan hættir á pillunni þar sem lyktarskynið er mjög mikilvægur liður í aðdráttarafli maka,“ segir hann.

Í pillunni eru tvö hormón, prógestogen og estrógen, sem halda frjósemi kvenna niðri.

Rannsóknin var birt í breska ritinu Proceedings of the Royal Society B: Biological Science.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Tækni & vísindi — Fleiri fréttir

Föstudaginn 19. apríl

Fimmtudaginn 11. apríl

Mánudaginn 8. apríl

Sunnudaginn 7. apríl

Föstudaginn 29. mars

Mánudaginn 25. mars

Föstudaginn 22. mars

Miðvikudaginn 20. mars

Þriðjudaginn 19. mars

Fimmtudaginn 14. mars

Miðvikudaginn 13. mars

Mánudaginn 11. mars

Laugardaginn 9. mars

Föstudaginn 8. mars

Þriðjudaginn 5. mars

Mánudaginn 4. mars

Laugardaginn 2. mars

Föstudaginn 1. mars

Fimmtudaginn 29. febrúar

Miðvikudaginn 28. febrúar

Mánudaginn 26. febrúar

Fimmtudaginn 22. febrúar

Miðvikudaginn 21. febrúar

Mánudaginn 19. febrúar

Sunnudaginn 18. febrúar

Laugardaginn 17. febrúar

Föstudaginn 16. febrúar

Miðvikudaginn 14. febrúar

Mánudaginn 12. febrúar

Föstudaginn 9. febrúar

Fimmtudaginn 8. febrúar

Miðvikudaginn 7. febrúar