Minningarskjöldur um týnda fjallgöngumenn

Minningarskjöldurinn um Mathias Hinz og Thomas Grundt
Minningarskjöldurinn um Mathias Hinz og Thomas Grundt mbl.is

Hinn 1. ágúst sl. var afhjúpaður minningarskjöldur við Svínafellsjökul um Þjóðverjana Mathias Hinz og Thomas Grundt en þeir hurfu í ágúst í fyrra og var leitin að þeim sú viðamesta í sögu björgunarsveitanna.

Minningarskjöldinn afhjúpuðu fjölskyldur þeirra og vinir, að viðstöddum eigendum Hótels Skaftafells, Önnu Maríu Ragnarsdóttur og Jóni Benediktssyni, Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsverði og félögum úr hjálparsveitinni Kára í Öræfum, sem tóku þátt í leitinni og voru fjölskyldunni til halds og trausts við uppsetningu minningarskjaldarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær