Jóhanna: Mikilvægur áfangi í uppgjörinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að handtaka þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, sé mikilvægur áfangi í uppgjörinu við hrun bankanna þriggja. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú rétt fyrir hádegið.

Hún segir rannsóknina á hruninu vera á ákveðnum tímamótum og að ríkisstjórn Íslands muni leggja allt sitt að mörkum við réttarkerfið svo það geti tekið á málum sem þessum. 

Hún lýsti ánægju með að skriður sé kominn á málið í samtali við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfundinn.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði aðspurður um hvort handtökur tvímenninganna  muni sefa óánægju almennings að hann hann vonaðist til þess. Að minnsta kosti sýni þetta að það er verið að gera eitthvað í rannsókninni og greinilegt sé að fullur skriður er á vinnu sérstaks saksóknara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær